Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 18:55 Friðjón er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann segir málefni HSS alfarið á ábyrgð heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar. Undanfarið höfum við fjallað um óánægju ýmissa íbúa með þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Um það bil sjötti hver íbúi Suðurnesja sækir sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum. Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ vill kenna stjórnunarvanda á spítalanum um lélega þjónustu sem margir upplifa. „Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfsmannaleigu sem gerir það að róteringar á læknum er gríðarleg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og samfélagið hérna þarf að gjalda dálítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðsins. Undirmönnun hefur lengi verið vandamál á HSS og þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfsmannaveltu. „Ef eini valkosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfsmannaleigu yfirlæknisins hérna á HSS þá er það náttúrulega mjög döpur staða,“ segir Friðjón. HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Eiríksson, forstjóra HSS, eða neinn í framkvæmdastjórninni. Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær sem má lesa hér að neðan. Í yfirlýsingunni er ekki farið yfir nein þau atriði sem ósáttir íbúar hafa kvartað yfir við okkur. Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ og að það sé ein helsta orsök mönnunarvandans. „Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu,“ segir í yfirlýsingunni. Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu Eftir því sem fréttastofa kemst næst er umrædd starfsmannaleiga yfirlæknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verktakar út á land. Friðjóni finnst þó galið að hitt fyrirkomulagið hafi verið látið viðgangast. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjarstjórinn hjá Reykjanesbæ væri með starfsmannaleigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjarstjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Friðjón. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Undanfarið höfum við fjallað um óánægju ýmissa íbúa með þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Um það bil sjötti hver íbúi Suðurnesja sækir sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum. Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ vill kenna stjórnunarvanda á spítalanum um lélega þjónustu sem margir upplifa. „Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfsmannaleigu sem gerir það að róteringar á læknum er gríðarleg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og samfélagið hérna þarf að gjalda dálítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðsins. Undirmönnun hefur lengi verið vandamál á HSS og þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfsmannaveltu. „Ef eini valkosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfsmannaleigu yfirlæknisins hérna á HSS þá er það náttúrulega mjög döpur staða,“ segir Friðjón. HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Eiríksson, forstjóra HSS, eða neinn í framkvæmdastjórninni. Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær sem má lesa hér að neðan. Í yfirlýsingunni er ekki farið yfir nein þau atriði sem ósáttir íbúar hafa kvartað yfir við okkur. Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ og að það sé ein helsta orsök mönnunarvandans. „Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu,“ segir í yfirlýsingunni. Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu Eftir því sem fréttastofa kemst næst er umrædd starfsmannaleiga yfirlæknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verktakar út á land. Friðjóni finnst þó galið að hitt fyrirkomulagið hafi verið látið viðgangast. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjarstjórinn hjá Reykjanesbæ væri með starfsmannaleigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjarstjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Friðjón.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35
Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. 19. febrúar 2022 10:23