Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 08:04 Þórhildur, sem hefur myndskreytt Njálssögu af miklum myndarskap og fagmennsku með 150 myndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu Fljótshlíðingurinn Þórhildur Jónsdóttir frá Lambey býr í huggulegri íbúð í Grafarvogi þar sem hún er með vinnuaðstöðuna sína. Hún er mikill listamaður og flink að teikna og mála myndir. Hér er t.d. mynd af ömmu hennar, Þórhildi Þorsteinsdóttur, sem hún gerði og hún hefur líka málað myndir af foreldrum sínum, Jóni Kristinssyni, alltaf kallaður Jóndi og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir í Lambey. Ekki má gleyma systkinunum Þórhildar en hún hefur líka teiknað mynd af þeim öllum en þau eru níu talsins, öll á lífi. Systkini Þórhildar og foreldrar hennar, allt myndir sem Þórhildur teiknaði af sinni alkunnu snilld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta verkefni Þórhildar í rúmlega ár hefur hins vegar verið að myndskreyta Brennu-Njálssögu fyrir nýlegan sagnavef, sem Sverrir Árnason á heiðurinn af. Hluta af myndunum hefur Þórhildur komið upp á vegg heima hjá sér til gamans. „Sverrir kom bara að máli við mig og spurði mig hvort ég treysti mér að gera þetta og ég já bara prófaði. Þetta er bara mjög skemmtilegt og það var mjög gaman að gera þetta,“ segir Þórhildur. Þórhildur segist hafa teiknað að meðaltali 15 myndir á mánuði. Hún þekkir Njálssögu mjög vel enda margbúin að lesa hana. "Tekið hef ég hér hvolpa tvo, hvað skal við þá gera?“Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst henni um söguna? „Bara mjög skemmtileg, það er bara mjög gaman að lesa hana. Maður getur lesið aftur og aftur, þetta eru svo margar persónur og mikið að gerast.“ Gunnar og Njáll eru uppáhalds persónur Þórhildar í bókinni enda fannst henni sérstaklega gaman að teikna þá enda miklir höfðingjar að hennar sögn. Þórhildur segist vita að þeir framhaldsskólar, sem eru komnir með myndirnar og aðgang að þeim séu mjög ánægðir og það létti mikið á við lestur sögunnar að hafa allar myndskreyttu myndirnar með. Finnst þér að nemendur eigi að læra um Brennu – Njálssögu? Já, endilega, já, já, það á bara að vera skylda.“ Hér er vefurinn með myndunum hennar Þórhildar Gunnar á Hlíðarenda eins og Þórhildur myndskreytti þessa mynd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Menning Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fljótshlíðingurinn Þórhildur Jónsdóttir frá Lambey býr í huggulegri íbúð í Grafarvogi þar sem hún er með vinnuaðstöðuna sína. Hún er mikill listamaður og flink að teikna og mála myndir. Hér er t.d. mynd af ömmu hennar, Þórhildi Þorsteinsdóttur, sem hún gerði og hún hefur líka málað myndir af foreldrum sínum, Jóni Kristinssyni, alltaf kallaður Jóndi og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir í Lambey. Ekki má gleyma systkinunum Þórhildar en hún hefur líka teiknað mynd af þeim öllum en þau eru níu talsins, öll á lífi. Systkini Þórhildar og foreldrar hennar, allt myndir sem Þórhildur teiknaði af sinni alkunnu snilld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta verkefni Þórhildar í rúmlega ár hefur hins vegar verið að myndskreyta Brennu-Njálssögu fyrir nýlegan sagnavef, sem Sverrir Árnason á heiðurinn af. Hluta af myndunum hefur Þórhildur komið upp á vegg heima hjá sér til gamans. „Sverrir kom bara að máli við mig og spurði mig hvort ég treysti mér að gera þetta og ég já bara prófaði. Þetta er bara mjög skemmtilegt og það var mjög gaman að gera þetta,“ segir Þórhildur. Þórhildur segist hafa teiknað að meðaltali 15 myndir á mánuði. Hún þekkir Njálssögu mjög vel enda margbúin að lesa hana. "Tekið hef ég hér hvolpa tvo, hvað skal við þá gera?“Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst henni um söguna? „Bara mjög skemmtileg, það er bara mjög gaman að lesa hana. Maður getur lesið aftur og aftur, þetta eru svo margar persónur og mikið að gerast.“ Gunnar og Njáll eru uppáhalds persónur Þórhildar í bókinni enda fannst henni sérstaklega gaman að teikna þá enda miklir höfðingjar að hennar sögn. Þórhildur segist vita að þeir framhaldsskólar, sem eru komnir með myndirnar og aðgang að þeim séu mjög ánægðir og það létti mikið á við lestur sögunnar að hafa allar myndskreyttu myndirnar með. Finnst þér að nemendur eigi að læra um Brennu – Njálssögu? Já, endilega, já, já, það á bara að vera skylda.“ Hér er vefurinn með myndunum hennar Þórhildar Gunnar á Hlíðarenda eins og Þórhildur myndskreytti þessa mynd.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Menning Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira