Vill selja bíla mótmælenda í Ottawa Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Lögregluþjónar skoða einn síðasta bílinn úr „Friðarbílalestinni“ svokölluðu í Ottawa. AP/Adrian Wyld Jim Watson, borgarstjóri Ottawa höfuðborgar Kanada, segist vilja selja bíla sem yfirvöld hafa lagt hald á við lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í borginni. Lögreglan hefur á undanförnum dögum stöðvað mótmælin eftir að neyðarástandi var lýst yfir. Mótmæli „frelsisbílalestarinnar“ svokölluðu beindust upprunalega gegn bólusetningarskyldu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en snerust seinna í mótmæli gegn ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra. Samgöngur í Ottawa hafa verið lamaðar í þrjár vikur og hafa mótmælendur valdið mikilli reiði meðal borgarbúa með hávaða frá flautum og vegna umferðaröngþveitis. Mótmælendur lokuðu einnig landamærum Kanada og Bandaríkjanna áður en neyðarástandi var lýst yfir. Lögregluþjónar voru fengnir víðs vegar að frá Kanada til að aðstoða lögregluna í Ottawa við að binda enda á mótmælin en minnst 191 mótmælandi hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á 57 bíla, þar á meðal vörubíla. ARRESTS / ARRESTATIONS: 191VEHICLES TOWED / VEHICULES REMORQUÉS: 57STREETS CLEARED / RUES DÉGAGÉES: As of this morning, Kent Street and Bay Street are mostly clear of vehicles.#ottnews #ottnouvelles #Ottawa pic.twitter.com/yMkT01ficy— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 20, 2022 CBC News hefur eftir Watson að borgaryfirvöld geti selt bílana sem lögregluþjónar lögðu hald á. Það gæti verið gert á grundvelli neyðarástandslaganna. „Ég vil ekki skila þeim til þessa fólks sem hefur valdið svo mikilli gremju og kvíða í samfélaginu okkar,“ sagði Watson í gærkvöldi. Þannig sagðist hann geta borgað einhvern af hinum mikla kostnaði sem mótmælin hefðu valdið. Watson sagði einnig í dag að hann hefði verið stoltur af þeirri fagmennsku sem lögregluþjónar hefðu sýnt en lögreglan hefur verið sökuð um harðræði gegn mótmælendum við handtökur. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kona hafi dáið eftir að lögregluþjónar á hestum tröðkuðu yfir hana. Það er ekki rétt og lögreglan segir að myndband sem hefur verið notað til að dreifa þessum orðrómi sýni ekki almennilega hvað gerðist. Engan hafi sakað og að hjóli hafi skömmu síðar verið kastað í einn hestanna. We hear your concern for people on the ground after the horses dispersed a crowd. Anyone who fell got up and walked away. We're unaware of any injuries. A bicycle was thrown at the horse further down the line and caused the horse to trip. The horse was uninjured. pic.twitter.com/tgfsl6uxT7— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 19, 2022 Borgarstjórinn sagði einhverja mótmælendur hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti og ögrað lögregluþjónum. Þá sagði Watson að hann vildi að rannsakað yrði hvernig mótmælin hefðu farið úr böndunum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Þú getur ekki lengur komið til Ottawa og lokað borginni okkar í fjórar vikur,“ sagði Watson. Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Ottawa í gær. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir mótmælin hafa komið niður á báðum stærstu stjórnmálaflokkum Kanada. Frjálslyndi flokkur Trudeaus líti illa út fyrir að hafa leyft mótmælunum að valda usla á götum höfuðborgarinnar svo lengi og Íhaldsflokkurinn líti illa út því meðlimir hans hafi verið að taka upp málstað mótmælenda. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti Kanadabúa var hlynntur því að lýsa yfir neyðarástandi og stöðva mótmælin. Kanada Tengdar fréttir Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47 Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Mótmæli „frelsisbílalestarinnar“ svokölluðu beindust upprunalega gegn bólusetningarskyldu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en snerust seinna í mótmæli gegn ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra. Samgöngur í Ottawa hafa verið lamaðar í þrjár vikur og hafa mótmælendur valdið mikilli reiði meðal borgarbúa með hávaða frá flautum og vegna umferðaröngþveitis. Mótmælendur lokuðu einnig landamærum Kanada og Bandaríkjanna áður en neyðarástandi var lýst yfir. Lögregluþjónar voru fengnir víðs vegar að frá Kanada til að aðstoða lögregluna í Ottawa við að binda enda á mótmælin en minnst 191 mótmælandi hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á 57 bíla, þar á meðal vörubíla. ARRESTS / ARRESTATIONS: 191VEHICLES TOWED / VEHICULES REMORQUÉS: 57STREETS CLEARED / RUES DÉGAGÉES: As of this morning, Kent Street and Bay Street are mostly clear of vehicles.#ottnews #ottnouvelles #Ottawa pic.twitter.com/yMkT01ficy— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 20, 2022 CBC News hefur eftir Watson að borgaryfirvöld geti selt bílana sem lögregluþjónar lögðu hald á. Það gæti verið gert á grundvelli neyðarástandslaganna. „Ég vil ekki skila þeim til þessa fólks sem hefur valdið svo mikilli gremju og kvíða í samfélaginu okkar,“ sagði Watson í gærkvöldi. Þannig sagðist hann geta borgað einhvern af hinum mikla kostnaði sem mótmælin hefðu valdið. Watson sagði einnig í dag að hann hefði verið stoltur af þeirri fagmennsku sem lögregluþjónar hefðu sýnt en lögreglan hefur verið sökuð um harðræði gegn mótmælendum við handtökur. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kona hafi dáið eftir að lögregluþjónar á hestum tröðkuðu yfir hana. Það er ekki rétt og lögreglan segir að myndband sem hefur verið notað til að dreifa þessum orðrómi sýni ekki almennilega hvað gerðist. Engan hafi sakað og að hjóli hafi skömmu síðar verið kastað í einn hestanna. We hear your concern for people on the ground after the horses dispersed a crowd. Anyone who fell got up and walked away. We're unaware of any injuries. A bicycle was thrown at the horse further down the line and caused the horse to trip. The horse was uninjured. pic.twitter.com/tgfsl6uxT7— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 19, 2022 Borgarstjórinn sagði einhverja mótmælendur hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti og ögrað lögregluþjónum. Þá sagði Watson að hann vildi að rannsakað yrði hvernig mótmælin hefðu farið úr böndunum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Þú getur ekki lengur komið til Ottawa og lokað borginni okkar í fjórar vikur,“ sagði Watson. Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Ottawa í gær. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir mótmælin hafa komið niður á báðum stærstu stjórnmálaflokkum Kanada. Frjálslyndi flokkur Trudeaus líti illa út fyrir að hafa leyft mótmælunum að valda usla á götum höfuðborgarinnar svo lengi og Íhaldsflokkurinn líti illa út því meðlimir hans hafi verið að taka upp málstað mótmælenda. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti Kanadabúa var hlynntur því að lýsa yfir neyðarástandi og stöðva mótmælin.
Kanada Tengdar fréttir Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47 Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47
Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46