100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 21:30 Nýja brúin yfir Ölfusá, sem verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna en ekki er búið að ákveða hvert gjaldið verður. Vegagerðin Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin
Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira