Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 19:35 Viktor Khrenin er varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Stöð 2 Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira