Brá þegar hann opnaði útidyrnar í morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 20:00 Tryggvi varð að moka efsta lagið burt, stíga upp á stól og troða sér þannig út. Tryggvi Sigurðsson Íbúa í Vestmannaeyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði útidyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjóveggur. Allt var kolófært í Eyjum í morgun en annað eins fannfergi hefur ekki sést þar í um fimmtán ár. Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann. Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53
Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35