Roy Keane hefur ekki áhyggjur af Man Utd eftir gærdaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Paul Pogba og Jesse Lingard fara fyrir fögnuði leikmanna Manchester United eftir sigurinn á Leeds í gær. AP/Jon Super Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur verið óhræddur við að gagnrýna sitt gamla félag í starfi sínu sem fótboltasérfræðingur í sjónvarpi en hann var frekar jákvæður eftir sigur United á Leeds í gær. Keane er sannfærður um að Manchester United liðið nái fjórða sætinu og verði því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég held að United verði ekki í miklum vandræðum með að ná fjórða sætinu,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir 4-2 sigur Manchester United á Leeds á Elland Road. „Það hefur verið mikið um fréttir af leikmönnum sem vilja losna frá félaginu eins og þeir (Paul) Pogba og Jesse Lingard en þeir þurfa bara að einbeita sér að næstu mánuðum sem eru mikilvægir fyrir klúbbinn,“ sagði Keane. Eftir sigurinn í gær þá er Manchester United liðið fjórum stigum á undan West Ham og Arsenal sem eru í fimmta og sjötta sætinu. Arsenal á samt þrjá leiki inni á United. „Þeir verða að reyna að ná þessu fjórða sæti og svo er stór Evrópuleikur fram undan. Einbeitið ykkur að því og ykkar leikjum,“ sagði Keane. „Í framhaldinu geta menn svo náð vopnum sínum í sumar með því fá inn nýja stjóra og styrkja liðið. Þeir þurfa að halda höfði sínu hátt, halda einbeitingu og sýna gæðin sem þeir sýndu í dag. Ef það tekst þá ættu þeir að vera í lagi,“ sagði Keane. Það má sjá karlinn í essinu sínu hér fyrir neðan. Will Manchester United secure a top four spot come the end of the season? Roy Keane has his say on the Red Devils after their victory over Leeds pic.twitter.com/zpgm9rzTK4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2022 Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Keane er sannfærður um að Manchester United liðið nái fjórða sætinu og verði því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég held að United verði ekki í miklum vandræðum með að ná fjórða sætinu,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir 4-2 sigur Manchester United á Leeds á Elland Road. „Það hefur verið mikið um fréttir af leikmönnum sem vilja losna frá félaginu eins og þeir (Paul) Pogba og Jesse Lingard en þeir þurfa bara að einbeita sér að næstu mánuðum sem eru mikilvægir fyrir klúbbinn,“ sagði Keane. Eftir sigurinn í gær þá er Manchester United liðið fjórum stigum á undan West Ham og Arsenal sem eru í fimmta og sjötta sætinu. Arsenal á samt þrjá leiki inni á United. „Þeir verða að reyna að ná þessu fjórða sæti og svo er stór Evrópuleikur fram undan. Einbeitið ykkur að því og ykkar leikjum,“ sagði Keane. „Í framhaldinu geta menn svo náð vopnum sínum í sumar með því fá inn nýja stjóra og styrkja liðið. Þeir þurfa að halda höfði sínu hátt, halda einbeitingu og sýna gæðin sem þeir sýndu í dag. Ef það tekst þá ættu þeir að vera í lagi,“ sagði Keane. Það má sjá karlinn í essinu sínu hér fyrir neðan. Will Manchester United secure a top four spot come the end of the season? Roy Keane has his say on the Red Devils after their victory over Leeds pic.twitter.com/zpgm9rzTK4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2022
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira