Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 14:06 Framsóknarflokkurinn var að margra mati sigurvegari kosninganna í haust þar sem flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi. Fjórum árum fyrr var flokkurinn með 10.7 prósenta fylgi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. Fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst hærra í nokkurn tíma og sömu sögu er að segja um Samfylkinguna og Viðreisn. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu þrjá mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt lítillega frá síðustu könnun á meðan fylgi Framsóknarflokksins minnkar aðeins frá síðustu könnunum. Flokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkur landsins með 16,9 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi í kosningunum í haust. Samfylkingin er með 13,4 prósenta fylgi sem er umtalsverð aukning frá 9,9 prósenta fylgi flokksins í kosningunum í september. Vinstri græn mælast með 12,9 prósenta fylgi sem er litlu hærra en fylgi flokksins í kosningunum. Fylgið hefur verið að aukast undanfarna tvo mánuði. Píratar eru fimmti stærsti flokkur landsins með 10,3 prósenta fylgi og á hæla flokksins kemur Viðreisn með 9,7 prósenta fylgi. Fylgi Pírata lækkar nokkuð frá síðustu tveimur könnunum en er þó hærra en í kosningunum þegar fylgið mældist 8,6 prósent. Viðreisn hefur hækkað stöðugt frá kosningunum og fylgið vaxið úr rúmum átta prósentum í tæp tíu. Fylgi Flokks fólksins hefur farið minnkandi og er nú 7,6 prósent og Miðflokkurinn er nokkurn veginn á pari með 3,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,5 prósenta fylgi. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 28. febrúar til 16. febrúar og voru svarendur 3039 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri. Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst hærra í nokkurn tíma og sömu sögu er að segja um Samfylkinguna og Viðreisn. Maskína hefur mælt fylgi flokkanna síðustu þrjá mánuði og má sjá samanburð í grafíkinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt lítillega frá síðustu könnun á meðan fylgi Framsóknarflokksins minnkar aðeins frá síðustu könnunum. Flokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkur landsins með 16,9 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi í kosningunum í haust. Samfylkingin er með 13,4 prósenta fylgi sem er umtalsverð aukning frá 9,9 prósenta fylgi flokksins í kosningunum í september. Vinstri græn mælast með 12,9 prósenta fylgi sem er litlu hærra en fylgi flokksins í kosningunum. Fylgið hefur verið að aukast undanfarna tvo mánuði. Píratar eru fimmti stærsti flokkur landsins með 10,3 prósenta fylgi og á hæla flokksins kemur Viðreisn með 9,7 prósenta fylgi. Fylgi Pírata lækkar nokkuð frá síðustu tveimur könnunum en er þó hærra en í kosningunum þegar fylgið mældist 8,6 prósent. Viðreisn hefur hækkað stöðugt frá kosningunum og fylgið vaxið úr rúmum átta prósentum í tæp tíu. Fylgi Flokks fólksins hefur farið minnkandi og er nú 7,6 prósent og Miðflokkurinn er nokkurn veginn á pari með 3,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,5 prósenta fylgi. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Könnunin fór fram dagana 28. febrúar til 16. febrúar og voru svarendur 3039 sem tóku afstöðu. Könnunin var löðg fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru fólk hvaðanæva af landinu en allir átján ára og eldri.
Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira