Tuchel: Ekki tíminn til að hlæja að Romelu Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 10:01 Thomas Tuchel faðmar hér Romelu Lukaku og ætlar að standa með sínum manni í gegnum erfiðan tíma. EPA-EFE/Neil Hall Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, þurfti að svara fyrir tölfræði Romelu Lukaku á blaðamannafundi í gær en hann var haldinn fyrir Meistaradeildarleik Chelsea á móti Lille sem er fram í kvöld. Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira