Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 22:44 Fjöldi bíla sat fastur á Þrengslavegi og á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“ Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“
Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira