Arfleiddi félagið sitt óvænt að öllum milljónunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 12:31 Karlbergs Bollklubb minntist Lennart Alm á miðlum sínum. Instagram/@karlbergs_bollklubb Svíinn Lennart Alm kom félagi sínu mikið á óvart eftir að hann kvaddi þessa jörð. Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb) Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb)
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira