„Taívan er ekki Úkraína“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 11:48 Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína. AP/Liu Zheng Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu. Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu.
Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15
Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39