Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna reyks í húsi við Norður­brún

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi. Útkallið barst klukkan 8:30.
Frá vettvangi. Útkallið barst klukkan 8:30. Vísir/Egill

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út eftir að tilkynnt var um reyk í húsi með íbúðum aldraðra sem stendur við Norðurbrún í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin um klukkan 8:30 og er slökkvilið á leið á staðinn.

Uppfært klukkan 8:55:  Málið reyndist minna en óttast var í fyrst samtkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Hraðsuðuketill hafði þar brunnið yfir og er nú unnið að reykræstingu.

Uppfært 11:05: Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn einstaklingur hafi verið á slysadeild til aðhlynningar.

Vísir/Egill

Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×