Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 14:00 Hildur Björk Hörpudóttir og Guðlaugur Kristmundsson. Vísir/Vilhelm „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira