Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 12:44 Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra hans varð forseti. Mikhail Svetlov/Getty Images Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Malmgren kynntist Pútín þegar hann var embættismaður á tíunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir fall Sovétríkjanna. Þeir áttu fjölbreytt samtöl á milli stífra fundarhalda og við einn kvöldverðinn spurði Pútín Bandaríkjamanninn út í helstu hindranirnar þegar kæmi að samstarfi vestræns atvinnulífs og rússneskra viðskiptamanna. Harald Malmgren aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford.Real Vision Finance/YouTube Malmgren kveðst hafa svarað því til að helsti vandinn í þeim efnum væri illa skilgreindur eignaréttur í rússneskum lögum - án hans væru engar forsendur til leysa úr lagadeilum. „Einmitt,“ svaraði Pútín þá. „Í ykkar kerfi eru deilur í viðskiptalífinu leystar með lögmönnum frá báðum aðilum, öllum á tímakaupi. Þetta fer síðan oft fyrir dómstóla sem aftur er mánaðalangt ferli með tilheyrandi uppsöfnuðum kostnaði. Í Rússlandi leysum við málin hins vegar yfirleitt bara með heilbrigðri skynsemi. Ef verulegir fjármunir eða eignir eru undir væri dæmigert að aðilar myndu hvorir um sig senda fulltrúa í sameiginlegan kvöldverð. Allir sem þangað kæmu væru vopnaðir. Og þar sem banvæn og blóðug niðurstaða væri þannig yfirvofandi allan tímann, myndu aðilar komast að sameiginlegri lausn sem allir væru sáttir við. Óttinn er drifkraftur heilbrigðrar skynsemi,“ hélt Pútín áfram. Biden þurfi að semja Pútín hafi síðan yfirfært þessa hugmyndafræði á deilur á milli sjálfstæðra þjóða. Forsenda fyrir því að lausn náist í mál sé ótti við möguleg yfirgengileg og ofsafengin viðbrögð andstæðingsins ef sáttir nást ekki. Malmgren skrifar að Pútín hafi í þessum samtölum virst spenntur fyrir hugmyndinni um að andstæðingar stæðu frammi fyrir skelfilegum afarkostum. Þegar Úkraínudeilan blasir nú við segir Malmgren að Pútín hafi eftir á að hyggja í raun verið að lýsa deilunni á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram í nóvember og þar eru sigurlíkur demókrata ekki taldar miklar - sem setur Joe Biden í flókna stöðu.Peter Klaunzer - Pool/Keystone Þar sem Joe Biden sé í krappri pólitískri stöðu í heimalandi sínu, megi hann ekki við meiri háttar truflunum vegna alþjóðadeilna. Hann þurfi því að semja. Eðlisávísun mafíuforingja Malmgren, sem aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford, segir að Pútín hafi komið honum fyrir sjónir sem gáfaðri maður en flestir stjórnmálamenn í Washington. Pútín hafi haft eðlisávísun mafíuforingja; gjarn á að verðlauna velgjörðamenn sína en fljótur að hóta banvænum afleiðingum þegar fólk óhlýðnast leikreglunum. Malmgren skrifar: „Gorbatsjov var ekki nógu strerkur leiðtogi. Jeltsín skorti einbeitingu. Rússland vantaði sterkan leiðtoga. Pútín steig fram. Hvað snertir sjálfsmynd Pútín minntist hann nokkrum sinnum á Pétur mikla Rússakeisara - svo oft að ég sannfærðist um að hann liti á sig sem Pétur mikla endurfæddan. Ég hef ekki heimsótt Kreml frá 1988 en mér skilst að þar hangi frekar myndir af Pétri en Pútín sjálfum, eins og væri viðbúið. Þetta atriði hefur þýðingu fyrir Biden, Nato og Úkraínu og það er hægt og rólega að koma í ljós. Pútín er ekki allur þar sem hann er séður.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Malmgren kynntist Pútín þegar hann var embættismaður á tíunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir fall Sovétríkjanna. Þeir áttu fjölbreytt samtöl á milli stífra fundarhalda og við einn kvöldverðinn spurði Pútín Bandaríkjamanninn út í helstu hindranirnar þegar kæmi að samstarfi vestræns atvinnulífs og rússneskra viðskiptamanna. Harald Malmgren aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford.Real Vision Finance/YouTube Malmgren kveðst hafa svarað því til að helsti vandinn í þeim efnum væri illa skilgreindur eignaréttur í rússneskum lögum - án hans væru engar forsendur til leysa úr lagadeilum. „Einmitt,“ svaraði Pútín þá. „Í ykkar kerfi eru deilur í viðskiptalífinu leystar með lögmönnum frá báðum aðilum, öllum á tímakaupi. Þetta fer síðan oft fyrir dómstóla sem aftur er mánaðalangt ferli með tilheyrandi uppsöfnuðum kostnaði. Í Rússlandi leysum við málin hins vegar yfirleitt bara með heilbrigðri skynsemi. Ef verulegir fjármunir eða eignir eru undir væri dæmigert að aðilar myndu hvorir um sig senda fulltrúa í sameiginlegan kvöldverð. Allir sem þangað kæmu væru vopnaðir. Og þar sem banvæn og blóðug niðurstaða væri þannig yfirvofandi allan tímann, myndu aðilar komast að sameiginlegri lausn sem allir væru sáttir við. Óttinn er drifkraftur heilbrigðrar skynsemi,“ hélt Pútín áfram. Biden þurfi að semja Pútín hafi síðan yfirfært þessa hugmyndafræði á deilur á milli sjálfstæðra þjóða. Forsenda fyrir því að lausn náist í mál sé ótti við möguleg yfirgengileg og ofsafengin viðbrögð andstæðingsins ef sáttir nást ekki. Malmgren skrifar að Pútín hafi í þessum samtölum virst spenntur fyrir hugmyndinni um að andstæðingar stæðu frammi fyrir skelfilegum afarkostum. Þegar Úkraínudeilan blasir nú við segir Malmgren að Pútín hafi eftir á að hyggja í raun verið að lýsa deilunni á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram í nóvember og þar eru sigurlíkur demókrata ekki taldar miklar - sem setur Joe Biden í flókna stöðu.Peter Klaunzer - Pool/Keystone Þar sem Joe Biden sé í krappri pólitískri stöðu í heimalandi sínu, megi hann ekki við meiri háttar truflunum vegna alþjóðadeilna. Hann þurfi því að semja. Eðlisávísun mafíuforingja Malmgren, sem aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford, segir að Pútín hafi komið honum fyrir sjónir sem gáfaðri maður en flestir stjórnmálamenn í Washington. Pútín hafi haft eðlisávísun mafíuforingja; gjarn á að verðlauna velgjörðamenn sína en fljótur að hóta banvænum afleiðingum þegar fólk óhlýðnast leikreglunum. Malmgren skrifar: „Gorbatsjov var ekki nógu strerkur leiðtogi. Jeltsín skorti einbeitingu. Rússland vantaði sterkan leiðtoga. Pútín steig fram. Hvað snertir sjálfsmynd Pútín minntist hann nokkrum sinnum á Pétur mikla Rússakeisara - svo oft að ég sannfærðist um að hann liti á sig sem Pétur mikla endurfæddan. Ég hef ekki heimsótt Kreml frá 1988 en mér skilst að þar hangi frekar myndir af Pétri en Pútín sjálfum, eins og væri viðbúið. Þetta atriði hefur þýðingu fyrir Biden, Nato og Úkraínu og það er hægt og rólega að koma í ljós. Pútín er ekki allur þar sem hann er séður.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira