Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 16:13 Naz Davidoff starfar sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við innrás Rússa inn í Úkraínu. Samsett Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. „Ég held að allir séu mjög áhyggjufullir. Það eina sem ég get gert er að gefa pening til góðgerðafélaga, spítala eða hersins svo ég er að leita að leiðum til að hjálpa. Ég er líka að reyna sigta falsfréttir frá sannreyndum upplýsingum og deila þeim réttu á Twitter,” segir Naz í samtali við Vísi. Hann starfar hjá Háskóla Íslands og hefur búið hér á landi í um sex ár. Hann bætir við að það hafi komið sér mjög á óvart að Rússar hafi gert svo umfangsmikla árás inn í Úkraínu og telur að margir íbúar landsins hafi ekki verið fyllega undir þetta búnir. Hættu við að flýja borgina Naz hefur meðal annars verið í samskiptum við ófríska frænku sína. Sú er nokkuð óttaslegin og vildi í morgun yfirgefa Kænugarð ásamt maka sínum og fara til ættingja sinna í Lutsk, sem situr nær landamærum Póllands. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð í dag og hafa helstu umferðaræðar stíflast. Hvarf hún því frá áformum sínum þar sem hún taldi umferðina úr borginni vera óbærilega, einkum fyrir konu í hennar stöðu. Naz segir að úkraínsk stjórnvöld beini þeim skilaboðum til almennings að halda ró sinni þar sem ofsahræðsla muni eingöngu gera stöðuna verri. Hann kveðst jafnframt hafa rætt við Rússa í dag sem séu líkt og flestir aðrir ósáttir við aðgerðir rússneskra yfirvalda í Úkraínu. Mikið af íbúum Rússlands hafi fengið rangar og villandi upplýsingar í þarlendum fjölmiðlum og hafi því ekki raunsanna mynd af stöðunni. Vill að vesturveldin beini sjónum sínum að rússneskum ólígörkum Naz vonar að Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og vesturveldin muni bregðast kröftuglega við innrás Rússa. Hann telur þá staðreynd að margar Evrópuþjóðir séu mjög háðar gasi frá Rússlandi muni sem fyrr hafa temprandi áhrif á viðbrögðin. Hann bíður eftir því að gripið verði til harðari efnahagsþvingana og ekki síst að lokað verði á aðgang Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu svo þeir missi aðgang að innistæðum í erlendum bönkum. „Það myndi hafa bein áhrif á ólígarka sem eru mjög áhrifamiklir í rússnesku efnahagskerfi. Þeir stýra orkufyrirtækjunum, fjármálakerfinu og fleiri geirum og ef þetta bitnar illa á þeim þá munu þeir þrýsta á Pútín að stöðva átökin.“ Einnig vonast Naz til að vesturveldin tryggi Úkraínumönnum herbúnað sem hjálpi þeim að verjast flugskeyta- og sprengjuárásum rússneska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
„Ég held að allir séu mjög áhyggjufullir. Það eina sem ég get gert er að gefa pening til góðgerðafélaga, spítala eða hersins svo ég er að leita að leiðum til að hjálpa. Ég er líka að reyna sigta falsfréttir frá sannreyndum upplýsingum og deila þeim réttu á Twitter,” segir Naz í samtali við Vísi. Hann starfar hjá Háskóla Íslands og hefur búið hér á landi í um sex ár. Hann bætir við að það hafi komið sér mjög á óvart að Rússar hafi gert svo umfangsmikla árás inn í Úkraínu og telur að margir íbúar landsins hafi ekki verið fyllega undir þetta búnir. Hættu við að flýja borgina Naz hefur meðal annars verið í samskiptum við ófríska frænku sína. Sú er nokkuð óttaslegin og vildi í morgun yfirgefa Kænugarð ásamt maka sínum og fara til ættingja sinna í Lutsk, sem situr nær landamærum Póllands. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð í dag og hafa helstu umferðaræðar stíflast. Hvarf hún því frá áformum sínum þar sem hún taldi umferðina úr borginni vera óbærilega, einkum fyrir konu í hennar stöðu. Naz segir að úkraínsk stjórnvöld beini þeim skilaboðum til almennings að halda ró sinni þar sem ofsahræðsla muni eingöngu gera stöðuna verri. Hann kveðst jafnframt hafa rætt við Rússa í dag sem séu líkt og flestir aðrir ósáttir við aðgerðir rússneskra yfirvalda í Úkraínu. Mikið af íbúum Rússlands hafi fengið rangar og villandi upplýsingar í þarlendum fjölmiðlum og hafi því ekki raunsanna mynd af stöðunni. Vill að vesturveldin beini sjónum sínum að rússneskum ólígörkum Naz vonar að Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og vesturveldin muni bregðast kröftuglega við innrás Rússa. Hann telur þá staðreynd að margar Evrópuþjóðir séu mjög háðar gasi frá Rússlandi muni sem fyrr hafa temprandi áhrif á viðbrögðin. Hann bíður eftir því að gripið verði til harðari efnahagsþvingana og ekki síst að lokað verði á aðgang Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu svo þeir missi aðgang að innistæðum í erlendum bönkum. „Það myndi hafa bein áhrif á ólígarka sem eru mjög áhrifamiklir í rússnesku efnahagskerfi. Þeir stýra orkufyrirtækjunum, fjármálakerfinu og fleiri geirum og ef þetta bitnar illa á þeim þá munu þeir þrýsta á Pútín að stöðva átökin.“ Einnig vonast Naz til að vesturveldin tryggi Úkraínumönnum herbúnað sem hjálpi þeim að verjast flugskeyta- og sprengjuárásum rússneska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent