Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 20:16 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. AP Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira