Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2022 00:00 Bjartari tímar eru vonandi fram undan. Vísir/Vilhelm Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53