Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2022 00:00 Bjartari tímar eru vonandi fram undan. Vísir/Vilhelm Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53