Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2022 10:29 Finnur Vilhjálmsson saksóknari og bræðurnir, Einar og Ágúst. Vísir/Vilhelm/Hjalti Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum sem stýrðu trúfélaginu Zuism átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Hvorugur þeirra var þó mættur við upphaf dómshaldsins en það hófst á kröfu sem Einar Oddur Sigurðsson og Jón Bjarni Kristjánsson, lögmenn þeirra, lögðu fram um að málinu yrði vísað frá í gær. Lýstu verjendurnir veralegum efasemdum um hæfi og óhlutdrægni Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara frá embættis héraðssaksóknara í málinu. Vísuðu þeir til skjala sem þeir hefðu fyrst komið auga á fyrir tilviljun í gær þrátt fyrir að þau hefðu legið fyrir í málinu lengi. Bentu þeir á tölvupóstsamskipti á milli héraðssaksóknara og lögmanns sýslumannsembættisins og Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga frá árinu 2017. Telja þeir samskiptin sýna fram á að rannsókn á málinu hafi verið hafin mun fyrr en kemur fram í ákæru. Sökuðu þeir saksóknara um misvísandi skýringar og undanbrögð. Þá gerðu þeir alvarlegar athugasemdir við afskipti Finns af söfnun bræðranna á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Embættis héraðssaksóknara kom upplýsingum á framfæri við bandaríska fyrirtækið með milligöngu bandarísku alríkislögregunnar um mögulega grunsamlega fjármálagerninga. Í kjölfarið lokaði Kickstarter söfnuninni. Þetta sögðu lögmennirnir að hefði skapað bræðrunum fjártjón og skaðað mannorð þeirra sem þar mikið var fjallað um stöðvun söfnunar þeirra í fjölmiðlum. „Ævintýranlegar fréttir“ um þá bræður hafi markað þá og allt sem þeir hafi tekið sér fyrir hendur hafi litast af umfjölluninni, þar á meðal störf þeirra fyrir trúfélagið Zuism. Þeir hafi verið útmálaðir sem svikahrappar. Bræðrunum hafi því verið „brugðið“ að frétta af samvinnu saksóknara og Kickstarter. Tilraun bræðranna til að draga athyglina frá sjálfum sér Finnur hafnaði ásökunum um óhlutdrægni alfarið. Frávísunarkrafan væri enn einn liðurinn í viðleitni ákærðu til að láta málið snúast um embætti héraðssaksóknara en ekki þá sjálfa. Benti saksóknarinn á að atvikin sem verjendurnir byggðu kröfuna á hefðu ekkert með málið gegn Zuism að gera. Samskipti embættisins við Kickstarter árið 2015 hafi verið í tengslum við mál gegn Einari sem það hafði þá til meðferðar. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í því máli. Embættið hafi talið tilefni til að koma á framfæri upplýsingum um grunsamlegar endurteknar safnanir bræðranna, að sögn Finns. Tilefnið hafi verið að þeir bræður hafi sjálfir ítrekað komið fram í fjölmiðlum og sagt frá söfnunum sínum á Kickstarter. Þá hafi fjöldi athugasemda frá notendum síðunnar sem styrktu söfnun bræðranna gefið ástæðu til að gera bandarískum yfirvöldum viðvart. Embætti héraðssaksóknara beri enga ábyrgð á viðbrögðum Kickstarter við upplýsingunum. Ítrekaði Finnur að ekkert hafi verið fullyrt um brot, aðeins varað við hugsanlegum brotum og grunsamlegum fjármálagerningum. Varðandi samskipti Finns við fulltrúa sýslumanns á Norðurlandi eystra sagði hann þau tengjast gagnaöflun í fjársvikamálinu gegn Einari á sínum tíma. Þau gögn hafi á endanum ekki verið hluti af málarekstrinum gegn honum. Aftur benti Finnur á að það hafi verið ákvörðun embættisins sem hann starfar fyrir, ekki hans sjálfs, að eiga í samskiptunum við sýslumannsfulltrúann. Ekkert hafi því komið fram sem geti dregið í efa hæfi hans eða óhlutdrægni eða annarra starfsmanna embættis héraðssaksóknara. Sagði hann tími til kominn að hefja efnislega meðferð málsins. Zuism Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum sem stýrðu trúfélaginu Zuism átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Hvorugur þeirra var þó mættur við upphaf dómshaldsins en það hófst á kröfu sem Einar Oddur Sigurðsson og Jón Bjarni Kristjánsson, lögmenn þeirra, lögðu fram um að málinu yrði vísað frá í gær. Lýstu verjendurnir veralegum efasemdum um hæfi og óhlutdrægni Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara frá embættis héraðssaksóknara í málinu. Vísuðu þeir til skjala sem þeir hefðu fyrst komið auga á fyrir tilviljun í gær þrátt fyrir að þau hefðu legið fyrir í málinu lengi. Bentu þeir á tölvupóstsamskipti á milli héraðssaksóknara og lögmanns sýslumannsembættisins og Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga frá árinu 2017. Telja þeir samskiptin sýna fram á að rannsókn á málinu hafi verið hafin mun fyrr en kemur fram í ákæru. Sökuðu þeir saksóknara um misvísandi skýringar og undanbrögð. Þá gerðu þeir alvarlegar athugasemdir við afskipti Finns af söfnun bræðranna á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Embættis héraðssaksóknara kom upplýsingum á framfæri við bandaríska fyrirtækið með milligöngu bandarísku alríkislögregunnar um mögulega grunsamlega fjármálagerninga. Í kjölfarið lokaði Kickstarter söfnuninni. Þetta sögðu lögmennirnir að hefði skapað bræðrunum fjártjón og skaðað mannorð þeirra sem þar mikið var fjallað um stöðvun söfnunar þeirra í fjölmiðlum. „Ævintýranlegar fréttir“ um þá bræður hafi markað þá og allt sem þeir hafi tekið sér fyrir hendur hafi litast af umfjölluninni, þar á meðal störf þeirra fyrir trúfélagið Zuism. Þeir hafi verið útmálaðir sem svikahrappar. Bræðrunum hafi því verið „brugðið“ að frétta af samvinnu saksóknara og Kickstarter. Tilraun bræðranna til að draga athyglina frá sjálfum sér Finnur hafnaði ásökunum um óhlutdrægni alfarið. Frávísunarkrafan væri enn einn liðurinn í viðleitni ákærðu til að láta málið snúast um embætti héraðssaksóknara en ekki þá sjálfa. Benti saksóknarinn á að atvikin sem verjendurnir byggðu kröfuna á hefðu ekkert með málið gegn Zuism að gera. Samskipti embættisins við Kickstarter árið 2015 hafi verið í tengslum við mál gegn Einari sem það hafði þá til meðferðar. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í því máli. Embættið hafi talið tilefni til að koma á framfæri upplýsingum um grunsamlegar endurteknar safnanir bræðranna, að sögn Finns. Tilefnið hafi verið að þeir bræður hafi sjálfir ítrekað komið fram í fjölmiðlum og sagt frá söfnunum sínum á Kickstarter. Þá hafi fjöldi athugasemda frá notendum síðunnar sem styrktu söfnun bræðranna gefið ástæðu til að gera bandarískum yfirvöldum viðvart. Embætti héraðssaksóknara beri enga ábyrgð á viðbrögðum Kickstarter við upplýsingunum. Ítrekaði Finnur að ekkert hafi verið fullyrt um brot, aðeins varað við hugsanlegum brotum og grunsamlegum fjármálagerningum. Varðandi samskipti Finns við fulltrúa sýslumanns á Norðurlandi eystra sagði hann þau tengjast gagnaöflun í fjársvikamálinu gegn Einari á sínum tíma. Þau gögn hafi á endanum ekki verið hluti af málarekstrinum gegn honum. Aftur benti Finnur á að það hafi verið ákvörðun embættisins sem hann starfar fyrir, ekki hans sjálfs, að eiga í samskiptunum við sýslumannsfulltrúann. Ekkert hafi því komið fram sem geti dregið í efa hæfi hans eða óhlutdrægni eða annarra starfsmanna embættis héraðssaksóknara. Sagði hann tími til kominn að hefja efnislega meðferð málsins.
Zuism Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23