Innlent

Tveggja og hálfs árs dómur fyrir nauðgun staðfestur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill

Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm fangelsisdóm yfir Augustin Dufatanye fyrir að hafa nauðgað konu.

Fram kom í dómi héraðsdóms í fyrra að Augustin hafi not­fært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefn­drunga. Hún hafði verið á skemmtana­lífinu með vinnu­fé­lögum sínum en varð við­skila við þá.

Brotið átti sér stað að­fara­nótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúm­lega fimm um nóttina í ó­kunnri íbúð við það að ó­kunnugur maður væri að hafa við hana sam­farir.

Síðar sama dag fór hún á neyðar­mót­töku fyrir þol­endur kyn­ferðis­brota og gaf lög­reglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rann­saka það.

Við rann­sóknina var stuðst við upp­tökur úr öryggis­mynda­vélum skemmti­staða, síma­gögn og upp­lýsingar úr heilsu­for­riti í síma konunnar. Í kjöl­farið komst lög­regla að því hver maðurinn væri og hand­tók hann.

Þá var miskabótagreiðsla upp á 1,8 milljónir króna til brotaþola staðfest.

Dómur Landsréttar.


Tengdar fréttir

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×