„Allar borgir ættu að eiga einn Antonio Banderas“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 16:28 Antonio Banderas tendrar jólaljósin í miðborg Málaga fyrir síðustu jól. Vísir/Getty Eftir að Antonio Banderas, tekjuhæsti leikari í sögu Spánar sneri aftur til fæðingarborgar sinnar, Málaga, hefur hann einbeitt sér að því að nýta auð sinn til að efla menningar- og atvinnulíf borgarinnar. Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“ Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“
Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24
Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44