Newcastle taplaust í síðustu sjö leikjum | Cash fékk spjald þegar hann sendi skilaboð til Úkraínu Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 17:30 Matty Cash Getty Images Newcastle og Aston Villa sigurðu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Crystal Palace töpuðu tveimur stigum gegn Burnley. Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022 Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira