„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2022 20:05 Sebastian Alexanderssyni var heitt í hamsi eftir tapið í dag. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“ Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“
Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira