„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2022 20:05 Sebastian Alexanderssyni var heitt í hamsi eftir tapið í dag. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“ Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“
Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn