SOS Barnaþorpin: Neyðarsöfnun vegna barna í Úkraínu Heimsljós 28. febrúar 2022 10:15 SOS Barnaþorpin Stjórn SOS á Íslandi hefur ákveðið að leggja til fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu á föstudag neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Stjórn SOS á Íslandi hefur ákveðið að leggja til fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu. „Ljóst er að SOS Barnaþorpin í Úkraínu munu þurfa mikla aðstoð á næstunni og eru landssamtök SOS víða um heim að undirbúa söfnun. Hjálparstarfsemi SOS í Úkraínu er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna og viðbúið er að sú tala muni hækka allverulega á næstu dögum. Áætlað er að á þriðja milljón Úkraínumanna muni leggja á flótta eða verða á vergangi í heimalandi sínu,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi samtakanna. Hann segir að fimmtíu Íslendingar séu SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með SOS fjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum á vegum SOS. Að sögn Hans Steinars er ein helsta áskorun stjórnenda SOS í Úkraínu að veita starfsfólki áfallahjálp því margir séu í losti. Barnaþorp rýmt „Barnaþorpið í Brovary hefur verið rýmt og 99 börn og fósturforeldrar þeirra í Luhanks héraði í austurhluta landsins hafa verið flutt um set til vestur Úkraínu. Það var gert til að tryggja öryggi þeirra og draga úr hættunni á að þau upplifi ótta og kvíða. Þrjár skrifstofur SOS eru í Luhansk. Það eru 300 fósturfjölskyldur sem leggja allt sitt traust á SOS Banaþorpin og hafa gert síðastliðin átta ár,“ segir Hans Steinar og bætir við að landsskrifstofa SOS í Kænugarði sé starfhæf. „Við upplifum okkur algerlega hjálparlaus. Forgangsmál okkar núna er að vernda eins mörg börn og við getum," sagði Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu á fundi með öllum landssamtökum SOS. Serhii Lukashov framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu. SOS Barnaþorpin starfa óháð trú og stjórnmálum og það endurspeglast í samskiptum SOS í þessum löndum. „Ég er í nánu sambandi við SOS Barnaþorpin í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Við erum í sama liði – í liði með börnunum. Við munum halda áfram að vernda börnin fyrir hryllingi stríðsins," sagði Serhii Lukashov. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu á föstudag neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Stjórn SOS á Íslandi hefur ákveðið að leggja til fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu. „Ljóst er að SOS Barnaþorpin í Úkraínu munu þurfa mikla aðstoð á næstunni og eru landssamtök SOS víða um heim að undirbúa söfnun. Hjálparstarfsemi SOS í Úkraínu er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna og viðbúið er að sú tala muni hækka allverulega á næstu dögum. Áætlað er að á þriðja milljón Úkraínumanna muni leggja á flótta eða verða á vergangi í heimalandi sínu,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi samtakanna. Hann segir að fimmtíu Íslendingar séu SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með SOS fjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum á vegum SOS. Að sögn Hans Steinars er ein helsta áskorun stjórnenda SOS í Úkraínu að veita starfsfólki áfallahjálp því margir séu í losti. Barnaþorp rýmt „Barnaþorpið í Brovary hefur verið rýmt og 99 börn og fósturforeldrar þeirra í Luhanks héraði í austurhluta landsins hafa verið flutt um set til vestur Úkraínu. Það var gert til að tryggja öryggi þeirra og draga úr hættunni á að þau upplifi ótta og kvíða. Þrjár skrifstofur SOS eru í Luhansk. Það eru 300 fósturfjölskyldur sem leggja allt sitt traust á SOS Banaþorpin og hafa gert síðastliðin átta ár,“ segir Hans Steinar og bætir við að landsskrifstofa SOS í Kænugarði sé starfhæf. „Við upplifum okkur algerlega hjálparlaus. Forgangsmál okkar núna er að vernda eins mörg börn og við getum," sagði Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu á fundi með öllum landssamtökum SOS. Serhii Lukashov framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu. SOS Barnaþorpin starfa óháð trú og stjórnmálum og það endurspeglast í samskiptum SOS í þessum löndum. „Ég er í nánu sambandi við SOS Barnaþorpin í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Við erum í sama liði – í liði með börnunum. Við munum halda áfram að vernda börnin fyrir hryllingi stríðsins," sagði Serhii Lukashov. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent