Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:23 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun ekki mæta Rússlandi á meðan á hernaði Rússa stendur. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi. Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir.
Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust.
Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59
FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14
England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57