Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2022 06:45 Björgunarlið er enn að störfum að leita að mönnum á lífi í rústum bygginga herstöðvarinnar. Zhyvytskyi/Telegram Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. Þetta segir Dmitro Zhyvytskyi, ríkisstjóri í umdæminu Sumy þar sem Okhtyrka er að finna, í skilaboðum á Telegram. Í frétt BBC kemur fram að árásin hafi verið gerð á herstöð úkraínska hersins í Okhtyrka. Zhyvytskyi segir að björgunarlið sé enn að störfum á staðnum þar sem verið sé að leita að mönnum á lífi í rústum bygginga. „Margir eru látnir. Nú er verið að grafa fyrir sjötíu úkraínska hermenn í kirkjugarðinum,“ segir Zhyvytskyi. Hann bætir við að „óvinurinn hafi fengið það sem hann hafi átt skilið“ og að nú sé búið að afhenda Rauða krossinum lík „margra dauðra Rússa“. Fullyrðingar Zhyvytskyi hafa þó ekki fengist staðfestar, segir í frétt BBC. Á Twitter-síðu úkraínska þingsins segir að Rússar hafi skotið Grad-eldflaugum á herstöðina. Þar er er jafnframt talað um hina látnu sem „hetjur Úkraínu“. « » . 70 . . — (@verkhovna_rada) March 1, 2022 Okhtyrka er að finna í norðausturhluta Úkraínu, ekki langt frá Kharkív, næststærstu borg landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. 1. mars 2022 06:13 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þetta segir Dmitro Zhyvytskyi, ríkisstjóri í umdæminu Sumy þar sem Okhtyrka er að finna, í skilaboðum á Telegram. Í frétt BBC kemur fram að árásin hafi verið gerð á herstöð úkraínska hersins í Okhtyrka. Zhyvytskyi segir að björgunarlið sé enn að störfum á staðnum þar sem verið sé að leita að mönnum á lífi í rústum bygginga. „Margir eru látnir. Nú er verið að grafa fyrir sjötíu úkraínska hermenn í kirkjugarðinum,“ segir Zhyvytskyi. Hann bætir við að „óvinurinn hafi fengið það sem hann hafi átt skilið“ og að nú sé búið að afhenda Rauða krossinum lík „margra dauðra Rússa“. Fullyrðingar Zhyvytskyi hafa þó ekki fengist staðfestar, segir í frétt BBC. Á Twitter-síðu úkraínska þingsins segir að Rússar hafi skotið Grad-eldflaugum á herstöðina. Þar er er jafnframt talað um hina látnu sem „hetjur Úkraínu“. « » . 70 . . — (@verkhovna_rada) March 1, 2022 Okhtyrka er að finna í norðausturhluta Úkraínu, ekki langt frá Kharkív, næststærstu borg landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. 1. mars 2022 06:13 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. 1. mars 2022 06:13