Mættur á vígvöllinn fimm mánuðum eftir að hafa unnið Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 08:00 Það er skammt stórra högga á milli hjá Yuriy Vernydub. Í lok september fagnaði hann fræknum sigri á Real Madrid en nú er hann mættur í úkraínska herinn. Aðeins fimm mánuðum eftir að hafa stýrt Sheriff Tiraspol til sigurs á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu er Yuriy Vernydub mættur út á vígvöllinn til að hjálpa úkraínska hernum að verjast innrás Rússa í landið. Vernydub og leikmennirnir hans komu öllum á óvart þegar þeir sóttu sigur á Santiago Bernabéu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust. Sebastien Thill skoraði sigurmark moldóvska liðsins þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Sheriff vann fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni en tapaði næstu fjórum og komst ekki áfram. Vernydub er Úkraínamaður og ástandið í heimalandi hans hefur verið honum ofarlega í huga undanfarnar vikur. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu á fimmtudaginn rann Vernydub svo blóðið til skyldunnar og gekk í úkraínska herinn. Tæpu hálfu ári eftir stærstu stund þjálfaraferilsins var hann því mættur í fullum herklæðum út á vígvöllinn. Vernydub, sem er 56 ára, hefur stýrt Sheriff frá 2020. Hann gerði liðið að moldóvskum meisturum í fyrra. Áður en Vernydub fór til Moldóvu stýrði hann Zorya Luhansk í heimalandinu og Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Moldóva Tengdar fréttir Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45 Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira
Vernydub og leikmennirnir hans komu öllum á óvart þegar þeir sóttu sigur á Santiago Bernabéu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust. Sebastien Thill skoraði sigurmark moldóvska liðsins þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Sheriff vann fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni en tapaði næstu fjórum og komst ekki áfram. Vernydub er Úkraínamaður og ástandið í heimalandi hans hefur verið honum ofarlega í huga undanfarnar vikur. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu á fimmtudaginn rann Vernydub svo blóðið til skyldunnar og gekk í úkraínska herinn. Tæpu hálfu ári eftir stærstu stund þjálfaraferilsins var hann því mættur í fullum herklæðum út á vígvöllinn. Vernydub, sem er 56 ára, hefur stýrt Sheriff frá 2020. Hann gerði liðið að moldóvskum meisturum í fyrra. Áður en Vernydub fór til Moldóvu stýrði hann Zorya Luhansk í heimalandinu og Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Moldóva Tengdar fréttir Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45 Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira
Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45
Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13