Tuchel: „Ég er ekki stjórnmálamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 19:00 Chelsea Training and Press Conference COBHAM, ENGLAND - MARCH 01: Thomas Tuchel of Chelsea during a press conference at Chelsea Training Ground on March 01, 2022 in Cobham, England. (Photo by Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images) Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, minnti fjölmiðlafólk á blaðamannafundi fyrir leik liðsins í FA-bikarnum á morgun á það að hann er ekki stjórnmálamaður og bað um leið um að spurningum um stríðið í Úkraínu yrði hætt. „Þið verðið að hætta, ég er ekki stjórnmálamaður,“ sagði Tuchel á fundinum í dag eftir enn eina spurninguna um stríðið í Úkraínu og rússneska eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt áður og mér líður illa yfir því að þurfa að endurtaka það því ég hef aldrei upplifað stríð. Þannig bara það að ég sé að tala um það lætur mér líða illa.“ „Ég er í mikilli forréttindastöðu að sitja hér í friði. Ég geri eins vel og ég get en þið verðið að hætta að spyrja mig þessara spurninga þar sem ég hef engin svör fyrir ykkur.“ Eigandinn Roman Abramovich steig til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins nú um liðna helgi, en Tuchel segir að það hafi lítil sem engin áhrif á sig eða leikmenn liðsins. „Fyrir mig sem þjálfara og sem knattspyrnustjóri aðalliðsins þá breytist staðan ekki mjög mikið í okkar daglega rekstri.“ Að lokum bætti Tuchel einnig við að hann vildi helst ekki tjá sig um það hvort honum þætti það vandamál að Abramovich væri eigandi liðsins. „Það er kannski of mikið fyrir mig að svara því,“ sagði Tuchel. „Ég er ekki með smáatriðin á hreinu og get því ekki tjáð mig almennilega um stöðuna. Við erum samt öll sammála um það að þessi staða er mun alvarlegri en fótbolti.“ „Þetta mun aldrei breytast. Hlutir eins og stríð eru auðvitað mun mikilvægari en það er ekki mitt að ræða um stöðuna með Abramovich. Ég veit ekki nóg um málið.“ Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
„Þið verðið að hætta, ég er ekki stjórnmálamaður,“ sagði Tuchel á fundinum í dag eftir enn eina spurninguna um stríðið í Úkraínu og rússneska eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt áður og mér líður illa yfir því að þurfa að endurtaka það því ég hef aldrei upplifað stríð. Þannig bara það að ég sé að tala um það lætur mér líða illa.“ „Ég er í mikilli forréttindastöðu að sitja hér í friði. Ég geri eins vel og ég get en þið verðið að hætta að spyrja mig þessara spurninga þar sem ég hef engin svör fyrir ykkur.“ Eigandinn Roman Abramovich steig til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins nú um liðna helgi, en Tuchel segir að það hafi lítil sem engin áhrif á sig eða leikmenn liðsins. „Fyrir mig sem þjálfara og sem knattspyrnustjóri aðalliðsins þá breytist staðan ekki mjög mikið í okkar daglega rekstri.“ Að lokum bætti Tuchel einnig við að hann vildi helst ekki tjá sig um það hvort honum þætti það vandamál að Abramovich væri eigandi liðsins. „Það er kannski of mikið fyrir mig að svara því,“ sagði Tuchel. „Ég er ekki með smáatriðin á hreinu og get því ekki tjáð mig almennilega um stöðuna. Við erum samt öll sammála um það að þessi staða er mun alvarlegri en fótbolti.“ „Þetta mun aldrei breytast. Hlutir eins og stríð eru auðvitað mun mikilvægari en það er ekki mitt að ræða um stöðuna með Abramovich. Ég veit ekki nóg um málið.“
Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira