Tárvot þrumuræða úkraínskrar blaðakonu vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2022 21:37 Boris Johnson gat lítið annað gert en að hlusta. Richard Pohle-Pool/Getty Images Daria Kaleniuk, úkraínskur blaðamaður, grátbað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um aukna aðstoð til að berjast gegn innrás Rússa í Úkraínu á blaðamannafundi í dag. Myndband af þrumuræðu hennar hefur vakið heimsathygli. Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira