Innlent

Bein út­sending: Inn­rásin og af­leiðingarnar fyrir öryggi í Evrópu

Eiður Þór Árnason skrifar
Opni fundurinn fer fram í Öskju 132 í Háskóla Íslands. 
Opni fundurinn fer fram í Öskju 132 í Háskóla Íslands.  Aðsend

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir opnum fundi um innrás Rússlands í Úkraínu og þær afleiðingar sem innrásin hefur fyrir öryggi í Evrópu.

Fundurinn hefst klukkan 12 og er hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. 

Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá dönsku alþjóðamálastofnuninni (DIIS) með áherslu á Rússland, Úkraínu og Hvíta-Rússland, tekur þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. 

Í pallborði sitja Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði, Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði, Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, doktorsnemi, Andrei Menshenin, blaðamaður auk Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem tekur einnig þátt í umræðum í gegnum fjarfundarbúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×