„Þetta var partur af hans lífsgleði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Ragnar Axelsson og Haraldur Diego í einum af þeirra ævintýrum saman í háloftunum. RAX „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. „Hann hafði samband við mig sem ungur strákur, hann er aðeins yngri en ég. Hann hafði áhuga á ljósmyndun og alltaf þegar einhver hringir þá vil ég hjálpa til og miðla einhverju sem ég kann. Við urðum góðir vinir,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af Haraldi, eða Hadda eins og hann kallar hann. Sárt saknað úr flugheiminum „Hann miðlaði af sinni reynslu til mín og við töluðum oft saman um hans drauma og það sem hann vildi gera í framtíðinni, það var mjög fallegt. Þetta var flinkur flugmaður og góður drengur. Hans verður sárt saknað úr flugheiminum.“ RAX fjallar í þættinum um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum. Haraldur hafði í mörg ár flogið með flesta þá sem vildu ná slíkum myndum af landinu okkar, enda var hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ljósmyndara. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara fram hjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum,“ útskýrir RAX í þættinum. Hann segir að Haraldur hafi gert þetta fyrir ljósmyndara sem vinur þeirra. „Hann vildi hjálpa til og hjálpa þeim. Þetta var partur af hans lífsgleði.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Hann hafði samband við mig sem ungur strákur, hann er aðeins yngri en ég. Hann hafði áhuga á ljósmyndun og alltaf þegar einhver hringir þá vil ég hjálpa til og miðla einhverju sem ég kann. Við urðum góðir vinir,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af Haraldi, eða Hadda eins og hann kallar hann. Sárt saknað úr flugheiminum „Hann miðlaði af sinni reynslu til mín og við töluðum oft saman um hans drauma og það sem hann vildi gera í framtíðinni, það var mjög fallegt. Þetta var flinkur flugmaður og góður drengur. Hans verður sárt saknað úr flugheiminum.“ RAX fjallar í þættinum um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum. Haraldur hafði í mörg ár flogið með flesta þá sem vildu ná slíkum myndum af landinu okkar, enda var hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ljósmyndara. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara fram hjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum,“ útskýrir RAX í þættinum. Hann segir að Haraldur hafi gert þetta fyrir ljósmyndara sem vinur þeirra. „Hann vildi hjálpa til og hjálpa þeim. Þetta var partur af hans lífsgleði.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
RAX Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01
RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01
Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29