„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2022 14:30 Söngkonan KUSK, eða Kolbrún Óskarsdóttir, sendi frá sér lagið Flugvélar í dag. Aðsend Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. Hér má heyra lagið af Spotify: Kolbrún byrjaði að semja tónlist í miðri Covid bylgju en hún uppgötvaði ástríðu sína fyrir því að pródúsera og semja tónlist í gegnum forritið Garageband. Lagið Flugvélar er bjart retró popp lag og mun Kolbrún frumflytja lagið live á gjörningahátíð sem fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavík 12. mars næstkomandi. Blaðamaður heyrði í þessari upprennandi tónlistarkonu og fékk að heyra meira um þetta glænýja lag. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Hætta að eltast við eitthvað sem er ekki til „Mig langaði svolítið að segja sjálfri mér að hætta að eltast við eitthvað sem er ekki til, hvort sem það eru væntingar, hugsanir eða atburðir,„ segir Kolbrún og bætir við: „Þetta eru svo sannarlega búnir að vera krefjandi tímar síðustu ár, fullir af hlutum og atburðum sem maður gat einhvern veginn ekki stjórnað. Manni er búið að líða eins og maður hafi engin völd og orðinn þreyttur á því. Þess vegna segi ég í laginu að mig langi, og líklega mun fleiri þessa dagana, dálítið bara að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Fékk góða tilfinningu fyrir beat-inu Lagið var samið á einni góðri stúdíó helgi en Hrannar Máni pródúseraði. „Þetta byrjaði í raun allt með því að ég skrapp á klósettið í stúdíóinu og þegar ég kom til baka var Hrannar búin að búa til mjög skemmtilegt beat. Þetta var öðruvísi en lögin sem við höfðum gert áður en ég fékk samt svo góða tilfinningu fyrir því. Þegar ég fór svo að reyna semja yfir það var ekki aftur snúið. Textinn og laglínurnar bara ullu úr mér og sjálft lagið var í raun samið á einni helgi.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Eftir að lagið var klárt tók við langur endurvinnslu tími þar sem Snorri Beck mixaði og masteraði. „Þar hófst langt tímabil þar sem við endurskoðuðum alls konar hluti í laginu, bættum við og tókum út. Ég var svo sannarlega heppin að fá að vera með í mixinu og fá innsýn í það hvernig allt virkar. Svo þegar við vorum búin að sofa á sama masternum nokkra daga í röð ákváðum við að henda því í útgáfu, og hér erum við í dag.“ Stúdentspróf og meiri músík Það eru spennandi tímar framundan hjá tónlistarkonunni KUSK en Kolbrún segist án efa stefna á að gefa út fleiri lög á næstunni. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) „Eins og staðan er núna er ég að útskrifast úr menntaskóla í vor og ég hlakka svo sannarlega til þess að geta eytt meiri tíma í tónlistina. Það er ótrúlega gaman að fá að vinna með Hrannari og Snorra og ég vonast virkilega til að geta haldið því áfram. Einnig stefni ég á það að koma fram á einn eða annan hátt og spila, leyfa fólkinu að heyra þessa ljúfu tóna live. Svo er aldrei að vita nema maður ákveði að taka þátt í einhvers konar viðburðum eins og Músíktilraunum eða slíkt,“ segir Kolbrún að lokum. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má heyra lagið af Spotify: Kolbrún byrjaði að semja tónlist í miðri Covid bylgju en hún uppgötvaði ástríðu sína fyrir því að pródúsera og semja tónlist í gegnum forritið Garageband. Lagið Flugvélar er bjart retró popp lag og mun Kolbrún frumflytja lagið live á gjörningahátíð sem fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavík 12. mars næstkomandi. Blaðamaður heyrði í þessari upprennandi tónlistarkonu og fékk að heyra meira um þetta glænýja lag. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Hætta að eltast við eitthvað sem er ekki til „Mig langaði svolítið að segja sjálfri mér að hætta að eltast við eitthvað sem er ekki til, hvort sem það eru væntingar, hugsanir eða atburðir,„ segir Kolbrún og bætir við: „Þetta eru svo sannarlega búnir að vera krefjandi tímar síðustu ár, fullir af hlutum og atburðum sem maður gat einhvern veginn ekki stjórnað. Manni er búið að líða eins og maður hafi engin völd og orðinn þreyttur á því. Þess vegna segi ég í laginu að mig langi, og líklega mun fleiri þessa dagana, dálítið bara að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Fékk góða tilfinningu fyrir beat-inu Lagið var samið á einni góðri stúdíó helgi en Hrannar Máni pródúseraði. „Þetta byrjaði í raun allt með því að ég skrapp á klósettið í stúdíóinu og þegar ég kom til baka var Hrannar búin að búa til mjög skemmtilegt beat. Þetta var öðruvísi en lögin sem við höfðum gert áður en ég fékk samt svo góða tilfinningu fyrir því. Þegar ég fór svo að reyna semja yfir það var ekki aftur snúið. Textinn og laglínurnar bara ullu úr mér og sjálft lagið var í raun samið á einni helgi.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Eftir að lagið var klárt tók við langur endurvinnslu tími þar sem Snorri Beck mixaði og masteraði. „Þar hófst langt tímabil þar sem við endurskoðuðum alls konar hluti í laginu, bættum við og tókum út. Ég var svo sannarlega heppin að fá að vera með í mixinu og fá innsýn í það hvernig allt virkar. Svo þegar við vorum búin að sofa á sama masternum nokkra daga í röð ákváðum við að henda því í útgáfu, og hér erum við í dag.“ Stúdentspróf og meiri músík Það eru spennandi tímar framundan hjá tónlistarkonunni KUSK en Kolbrún segist án efa stefna á að gefa út fleiri lög á næstunni. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) „Eins og staðan er núna er ég að útskrifast úr menntaskóla í vor og ég hlakka svo sannarlega til þess að geta eytt meiri tíma í tónlistina. Það er ótrúlega gaman að fá að vinna með Hrannari og Snorra og ég vonast virkilega til að geta haldið því áfram. Einnig stefni ég á það að koma fram á einn eða annan hátt og spila, leyfa fólkinu að heyra þessa ljúfu tóna live. Svo er aldrei að vita nema maður ákveði að taka þátt í einhvers konar viðburðum eins og Músíktilraunum eða slíkt,“ segir Kolbrún að lokum.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira