Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:57 Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar. Stöð 2 Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. „Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
„Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56