Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“ Atli Arason skrifar 3. mars 2022 07:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vilhelm Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni. „Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
„Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira