Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2022 08:04 Karl Kennedy og Izzy Hoyland líst ekkert á blikuna. Fremantle Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986. Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986.
Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55