Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:35 Íbúðahúsnæði í Kharkív hefur meðal annars orðið fyrir gríðarlegum skemmdum í árásum Rússa. Getty/State Emergency Service of Ukraine Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31