Orkan rekur 70 sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti, 2 fyrir vetni og eina metanstöð, verslanir Orkunnar, 10-11 og Extra auk þess sem dótturfélögin Löður, Lyfjaval, Gló og Íslenska Vetnisfélagið tilheyra samstæðunni.
Brynja kemur til Orkunnar frá Krónunni þar sem hún hefur starfað í markaðs og umhverfismálum. Hún er með MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.
„Það er frábært að fá Brynju í Orkuliðið. Við erum á fleygiferð að byggja upp fjölbreytt vörumerki sem og dótturfélög Orkunnar með áherslu á að einfalda líf viðskiptavina okkar á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Þekking og reynsla Brynju smellpassar inn í vegferðina okkar.” segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.