Enn úr leik eftir höfuðskot gegn Dönum: „Lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 07:31 Adam Thorstensen er enn að glíma við afleiðingar höfuðhöggs í byrjun nóvember. Stöð 2 Markvörðurinn ungi og efnilegi Adam Thorstensen hefur ekki getað spilað handbolta í fjóra mánuði eftir að hann fékk skot í höfuðið í leik gegn Danmörku með U20-landsliði Íslands. „Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður. Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
„Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður.
Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira