Metfjöldi viðvarana í febrúar Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 18:38 Rauð viðvörun var gefin út fyrir 21. og 22. febrúar en hún var einungis ein 117 viðvarana í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar. „Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans. Veður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
„Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans.
Veður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira