Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. mars 2022 22:08 Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur með stigið á móti Haukum en fannst HK eiga skilið stigin tvö. Vísir: Vilhelm Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. „Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“ HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“
HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05