Halldór Jóhann: Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. mars 2022 22:55 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við varnarleik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss var ekki par sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. „Sóknarlega vorum við bara heilt yfir bara mjög góðir, frábærir jafnvel. Varnarlega náttúrulega, við erum ekki vanir að fá á okkur svona mörg mörk. Vörn og markvarsla, við eigum bara gríðarlega mikið inn. Hvort sem við vorum að spila 5-1 eða 6-0 (vörn). Það var kannski svona aðal vandamálið okkar í dag en ég ætla heldur ekkert að taka neitt af Gróttu. Mér fannst þeir sóknarlega frábærir og voru ótrúlega beinskeyttir og gerðu okkur lífið leitt og margir þeirra leikmanna að eiga frábæran leik. En að sama skapi þá vitum við alveg að við getum gert betur varnarlega.“ Halldóri fannst úrslit leiksins í kvöld sanngjörn. „Svo hér í lokin, þeir eiga tvö mörk og við náum svo að fara í eitt (einu yfir) og svo var það bar týpískt miðað við hvernig leikurinn spilast, að þeir taki hérna buzzer í lokin og jafna. Þeir voru búnir að vinna fyrir því og við vorum bara ekki nógu sterkir varnarlega.“ Halldór var ekki viss hvort komandi bikarhelgi hafi haft áhrif á spilamennsku liðs síns í kvöld. „Það er erfitt að segja. Ég meina maður veit aldrei. Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið og þetta var mikilvægasta verkefnið núna. Maður er samt búinn að vera í þessu það lengi að maður hefur alveg séð þetta gerast áður, en mér finnst það þó ódýr afsökun fyrir því að hafa ekki spilað betri varnarleik í dag. Við börðumst og við hlupum og vorum mjög góðir sóknarlega, samt að klikka svolítið af dauðafærum á kafla í seinni hálfleik. Mínir leikmenn voru klárir að leggja sig fram í þessum leik og það lögðu sig allir fram. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja þessi bikarhelgi.“ Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. 3. mars 2022 22:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss var ekki par sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld. „Sóknarlega vorum við bara heilt yfir bara mjög góðir, frábærir jafnvel. Varnarlega náttúrulega, við erum ekki vanir að fá á okkur svona mörg mörk. Vörn og markvarsla, við eigum bara gríðarlega mikið inn. Hvort sem við vorum að spila 5-1 eða 6-0 (vörn). Það var kannski svona aðal vandamálið okkar í dag en ég ætla heldur ekkert að taka neitt af Gróttu. Mér fannst þeir sóknarlega frábærir og voru ótrúlega beinskeyttir og gerðu okkur lífið leitt og margir þeirra leikmanna að eiga frábæran leik. En að sama skapi þá vitum við alveg að við getum gert betur varnarlega.“ Halldóri fannst úrslit leiksins í kvöld sanngjörn. „Svo hér í lokin, þeir eiga tvö mörk og við náum svo að fara í eitt (einu yfir) og svo var það bar týpískt miðað við hvernig leikurinn spilast, að þeir taki hérna buzzer í lokin og jafna. Þeir voru búnir að vinna fyrir því og við vorum bara ekki nógu sterkir varnarlega.“ Halldór var ekki viss hvort komandi bikarhelgi hafi haft áhrif á spilamennsku liðs síns í kvöld. „Það er erfitt að segja. Ég meina maður veit aldrei. Maður reynir að hamra á því að næsta verkefni sé alltaf mikilvægasta verkefnið og þetta var mikilvægasta verkefnið núna. Maður er samt búinn að vera í þessu það lengi að maður hefur alveg séð þetta gerast áður, en mér finnst það þó ódýr afsökun fyrir því að hafa ekki spilað betri varnarleik í dag. Við börðumst og við hlupum og vorum mjög góðir sóknarlega, samt að klikka svolítið af dauðafærum á kafla í seinni hálfleik. Mínir leikmenn voru klárir að leggja sig fram í þessum leik og það lögðu sig allir fram. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja þessi bikarhelgi.“
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. 3. mars 2022 22:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. 3. mars 2022 22:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti