Innlent

Neitaði ítrekað að lækka háttstillta tónlist

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ítrekað útköllum í nótt vegna manns sem vildi ekki lækka í tónlistinni í íbúð sinni.
Lögregla sinnti ítrekað útköllum í nótt vegna manns sem vildi ekki lækka í tónlistinni í íbúð sinni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af manni í nótt vegna hávaða frá heimili hans. Um var að ræða verulega háttstillta tónlist en maðurinn var í annarlegu ástandi. Var hann ítrekað beðinn um að lækka og að lokum tilkynnt að hann yrði ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um tilraun til þjófnaðar í verslunarmiðstöð. Þar voru atvik með þeim hætti að viðskiptavinur í verslun kæddi sig í ný föt og setti föt í veski sitt sem hún hafði ekki greitt fyrir.

Skömmu síðar, eða um hálf níu, var tilkynnt um slys í Bláfjöllun en þar hafði ungur maður slasast eftir fall á skíðum. Missti hann meðvitund í nokkrar mínútur og var fluttur á Landspítala til aðhlynningar.

Um klukkan hálf eitt í nótt barst tilkynning um annað slys, að þessu sinni í Austurstræti, en þar hafði ung kona hrasað utandyra. Blæddi frá höfði konunnar og var hún flutt með sjúkrabifreið á Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×