Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:49 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa vilja koma af stað kjarnorkuslysi. GETTY/Presidency of Ukraine Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00
Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59