Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 08:12 Rússar gætu átt von á fimmtán ára fangelsisvist segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu í Úkraínu. Getty/Russian State Duma Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira