Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 08:46 Kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og sér Úkraínumönnum fyrir um fjórðungi allrar orku landsins. Wikimedia Commons/Ralf1969 Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Árásir innrásarhersins á kjarnorkuverið hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim og áköll eftir aukinni aðkomu Atlantshafsbandalagsins að átökunum sem nú standa yfir víðsvegar um Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Rússa á kjarnorkuverið og kallað eftir því að öllum átökum verði hætt á svæðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að árásirnar á verið væru ógn við alla Evrópu. Leiðtogarnir þrír hafa allir rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, frá því að eldur braust út í kjarnorkuverinu í nótt. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því að Rússar hefðu reynt að hamla slökkvistarfinu en þó náðist að ráða að niðurlögum eldsins á um fjórum tímum. Hann kom upp í „æfingahúsnæði“ og er sagður hafa logað á þremur hæðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin virkjaði viðbragðsáætlun í kjölfar fregna af árásunum og eldsvoðanum. Sérfræðingar í Úkraínu segja þó ekki hættu á ferðum eins og er og að kjarnakljúfar versins, sem eru sex talsins, séu vel varðir. Hætta gæti hins vegar skapast ef rafmagn fer af kælibúnaðinum. Erlendir miðlar hafa eftir þeim sem þekkja til að um sé að ræða fordæmalausar aðgerðir af hálfu Rússa, það er að segja að gera árás á kjarnorkuver, og að illa gæti farið. BBC hefur þó eftir Graham Allison, kjarnorkuöryggissérfræðingi við Harvard University, að meiri líkur væru á því að Rússar freistuðu þess að loka fyrir orkuframleiðslu á svæðinu frekar en að þeir hefðu áhuga á því að valda kjarnorkuslysi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Kjarnorka Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira