Telja Úkraínumenn ekki geta varist í lengri tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:18 Rússneskur hermaður liggur í valnum við hliðina á eyðilögðum herbíl. AP Photo/Vadim Ghirda Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar. Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49