Toppi faraldurs mögulega náð og Þórólfur á leið í tímamótafrí Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2022 12:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að toppnum sé náð í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að toppnum á kórónuveirufaraldrinum sé mögulega náð og að faraldurinn sé hugsanlega á leið niður. Í gær greindust 1.910 manns með kórónuveiruna innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna síðustu daga nokkuð stöðugan „Það er verið að taka mikið af sýnum. Þannig að það hefur ekki fækkað neitt mikið. Þannig að það vekur vonir um það að kannski sé þetta eitthvað á niðurleið.“ Hann segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu þokkalega. „Staðan á spítölunum er svipuð. Það eru svona á Landspítalann eru að leggjast inn svona frá fimm og upp í tíu manns á dag og álíka fjöldi að útskrifast. Þannig að staðan er bara svipuð þar. Það er líka svipuð staða á Akureyri. Tíu manns inniliggjandi þar í heildina. Þannig að áfram eru náttúrulega veikindi hjá starfsfólki en það er kannski svona heldur léttara yfir því.“ Tæplega 141 þúsund manns hafa nú fengið staðfest að þeir hafi smitast af veirunni með sýnatöku. „Við höfum svona áætlað að kannski tvöfalt fleiri hafi í raun og veru smitast. Margir hafi ekki greinst þá kannski og ef það reynist rétt þá erum við komin með yfir sjötíu prósent landsmanna sem að hafa smitast en þetta eru svona óvissuþættir í þessu sem er erfitt að fullyrða og við vitum heldur ekki hvort að hjarðónæmi náist við áttatíu prósent sem við höfum verið að miða við. Þannig að það er svona óvissa en ég held að þetta gæti kannski staðist og kannski erum við heldur að fara niður á við svona núna og næstu dagana.“ Það er kannski til marks um að staðan sé að batna að Þórólfur er á leið til útlanda í frí í fyrsta sinn frá því áður en faraldurinn hófst. „Ég veit ekki hvort að það séu einhver tímamót í faraldrinum. Það eru kannski tímamót hjá mér sjálfum bara að fara kannski í smáfrí. Það er held ég ágætt á þessum tímapunkti þar sem þetta er svona aðeins að róast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Í gær greindust 1.910 manns með kórónuveiruna innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna síðustu daga nokkuð stöðugan „Það er verið að taka mikið af sýnum. Þannig að það hefur ekki fækkað neitt mikið. Þannig að það vekur vonir um það að kannski sé þetta eitthvað á niðurleið.“ Hann segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu þokkalega. „Staðan á spítölunum er svipuð. Það eru svona á Landspítalann eru að leggjast inn svona frá fimm og upp í tíu manns á dag og álíka fjöldi að útskrifast. Þannig að staðan er bara svipuð þar. Það er líka svipuð staða á Akureyri. Tíu manns inniliggjandi þar í heildina. Þannig að áfram eru náttúrulega veikindi hjá starfsfólki en það er kannski svona heldur léttara yfir því.“ Tæplega 141 þúsund manns hafa nú fengið staðfest að þeir hafi smitast af veirunni með sýnatöku. „Við höfum svona áætlað að kannski tvöfalt fleiri hafi í raun og veru smitast. Margir hafi ekki greinst þá kannski og ef það reynist rétt þá erum við komin með yfir sjötíu prósent landsmanna sem að hafa smitast en þetta eru svona óvissuþættir í þessu sem er erfitt að fullyrða og við vitum heldur ekki hvort að hjarðónæmi náist við áttatíu prósent sem við höfum verið að miða við. Þannig að það er svona óvissa en ég held að þetta gæti kannski staðist og kannski erum við heldur að fara niður á við svona núna og næstu dagana.“ Það er kannski til marks um að staðan sé að batna að Þórólfur er á leið til útlanda í frí í fyrsta sinn frá því áður en faraldurinn hófst. „Ég veit ekki hvort að það séu einhver tímamót í faraldrinum. Það eru kannski tímamót hjá mér sjálfum bara að fara kannski í smáfrí. Það er held ég ágætt á þessum tímapunkti þar sem þetta er svona aðeins að róast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38
Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27