„Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir skapar einstaka list og notast oft við iðnaðarefni í verkin sín. Aðsend Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. Áslaug er lærð myndlistarkona og hefur sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Í þessari verkaseríu fetar hún nýjar slóðir og segir sýninguna vera næsta skref í listsköpun sinni. Blaðamaður hafði samband við þessa listakonu og fékk að skyggnast örlítið inn í hennar listræna hugarheim. Listaverk eftir Áslaugu á sýningunni Arfur.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Í þessari sýningu er ég er mikið að fjalla um tíma og tengsl milli menningarheima og hvernig kynslóðirnar taka við hver af annarri eins og perlufesti einstaklinga sem teygir sig afturábak og áfram í tíma. Svipaðar hugmyndir má líka lesa úr fyrri verkum mínum. Þessi sýning er í raun bara næsta skref í listsköpun minni og ferli en hver sýning leiðir að þeirri næstu og verkin sem ég sýni núna eru byggð á fyrri verkum mínum og hugmyndum. Þó bætist alltaf eitthvað við því maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við. Einnig er það að gerast að verkin eru að verða meira fígúratíf en hingað til hef ég að mestu unnið með óhlutbundið myndmál. Hver eru tengsl listaverkanna við titil sýningar? Með titlinum Arfur er ég bæði að vísa til sameiginlegs menningararfs okkar Vesturlandabúa, til frumsköpunar mannsins og listasögu sem ég vinn með í samhengi samtímans og eigin umhverfis. En á sama tíma er ég einnig að rannsaka minn eigin persónulega arf sem teygir einmitt rætur sínar til mið-Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessum verkunum í nokkra mánuði en svo eru tvö stór vatnslitaverk á sýningunni sem eru eldri, eins og tveggja ára gömul. Ég ákvað að leyfa þeim að vera með því fagurfræðilega tala þau beint inn í efnistök sýningarinnar og þá úrvinnslu sem myndgerðist í þessum nýju verkum. Hvaða listmiðla vinnur þú helst með í þinni listsköpun? Undanfarið hef ég mikið verið að vinna eins konar lágmyndir. Það eru málverk á steindan flöt. Ég nota oft iðnaðarefni í verk mín, steypublöndu, steina og linoleum dúka en svo notast ég við teikningu og málun, ýmis konar, samferða því. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Sýningin opnar sem segir í galleríinu Þula í dag, laugardaginn 5. mars, og mun standa til 27. mars næstkomandi. Galleríið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 – 18:00. Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Opnuðu sýninguna með stæl Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. 29. september 2017 14:04 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Áslaug er lærð myndlistarkona og hefur sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Í þessari verkaseríu fetar hún nýjar slóðir og segir sýninguna vera næsta skref í listsköpun sinni. Blaðamaður hafði samband við þessa listakonu og fékk að skyggnast örlítið inn í hennar listræna hugarheim. Listaverk eftir Áslaugu á sýningunni Arfur.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Í þessari sýningu er ég er mikið að fjalla um tíma og tengsl milli menningarheima og hvernig kynslóðirnar taka við hver af annarri eins og perlufesti einstaklinga sem teygir sig afturábak og áfram í tíma. Svipaðar hugmyndir má líka lesa úr fyrri verkum mínum. Þessi sýning er í raun bara næsta skref í listsköpun minni og ferli en hver sýning leiðir að þeirri næstu og verkin sem ég sýni núna eru byggð á fyrri verkum mínum og hugmyndum. Þó bætist alltaf eitthvað við því maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við. Einnig er það að gerast að verkin eru að verða meira fígúratíf en hingað til hef ég að mestu unnið með óhlutbundið myndmál. Hver eru tengsl listaverkanna við titil sýningar? Með titlinum Arfur er ég bæði að vísa til sameiginlegs menningararfs okkar Vesturlandabúa, til frumsköpunar mannsins og listasögu sem ég vinn með í samhengi samtímans og eigin umhverfis. En á sama tíma er ég einnig að rannsaka minn eigin persónulega arf sem teygir einmitt rætur sínar til mið-Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessum verkunum í nokkra mánuði en svo eru tvö stór vatnslitaverk á sýningunni sem eru eldri, eins og tveggja ára gömul. Ég ákvað að leyfa þeim að vera með því fagurfræðilega tala þau beint inn í efnistök sýningarinnar og þá úrvinnslu sem myndgerðist í þessum nýju verkum. Hvaða listmiðla vinnur þú helst með í þinni listsköpun? Undanfarið hef ég mikið verið að vinna eins konar lágmyndir. Það eru málverk á steindan flöt. Ég nota oft iðnaðarefni í verk mín, steypublöndu, steina og linoleum dúka en svo notast ég við teikningu og málun, ýmis konar, samferða því. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (@aslaugiris) Sýningin opnar sem segir í galleríinu Þula í dag, laugardaginn 5. mars, og mun standa til 27. mars næstkomandi. Galleríið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 – 18:00.
Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Opnuðu sýninguna með stæl Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. 29. september 2017 14:04 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30
Opnuðu sýninguna með stæl Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. 29. september 2017 14:04