„Fólk segir margt á Twitter“ Snorri Másson skrifar 5. mars 2022 12:04 Einar Þorsteinsson verður að öllum líkindum oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor. RÚV Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022 Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022
Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira