Erlent

Breskir blaða­menn náðu því á mynd­band þegar Rússar réðust á þá

Snorri Másson skrifar

Mesti fjöldaflótti í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar er skollinn á. Hundruð þúsunda reyna að flýja Maríupol en Rússar eru sagðir hafa virt vopnahlé þar að vettugi. 56 eru komnir til Íslands frá Úkraínu.

Blaðamenn Sky News voru með myndavélarnar í gangi þegar þeir fengu á sig skothríð úr launsátri, eins og sýnt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mesti fjöldaflótti frá seinni heimsstyrjöld

Brennipunktur átakanna í dag hefur verið í Maríupol.

Unnið hefur verið að því að forða allt að tvö hundruð þúsund manns úr hafnarborginni í dag. Fólk batt vonir við að Rússar myndu hleypa fólki úr borginni en sprengjuárásum þeirra hefur ekki linnt.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa haft það á orði í dag að ef Úkraínumenn haldi áfram á sömu braut, eigi þeir á hættu að missa alveg sjálfstæði sitt.

Volodímir Selensky forseti Úkraínu kvaðst í dag vera að gera allt sem hann gæti til að leita sátta.

Skollinn er á mesti fjöldaflótti í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. Eftir helgi er talið að um ein og hálf milljón muni hafa flúið heimaland sitt. Á Íslandi hefur þegar verið tekið á móti 56 manns frá Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×